Búist er við að hægt verði að opna veginn um Kjalarnes um hádegi á morgun. Á vef Vegagerðarinnar er varað við lélegu skyggni víða SV-lands og austur með suðurströndinni. Einnig er varað við fljúgandi hálku víða.
Vegfarendum er bent á að kynna sér færð á vegum á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Hér fyrir neðan er áætlun Vegagerðarinnar um lokanir vega vegna óveðursins.
Hvolsvöllur – Vík
Lokun kl. 12:00. 5. feb.
Líkleg opnun: kl 04:00 6. feb.
Skeiðarársandur og Öræfasveit (Núpsstaður-Höfn)
Lokun kl. 16:00 5. feb.
Líkleg opnun: kl 10:00 6. feb.
Hellisheiði og Þrengsli
Lokun kl. 06:00 5. feb.
Líkleg opnun 05:00 6. feb.
Kjalarnes
Lokun kl. 07:00 5. feb.
Líkleg opnun 12:00
Mosfellsheiði
Lokun kl. 07:00 5. feb.
Líkleg opnun 05:00 6. feb.