fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Mynd dagsins: Lögreglan á Vestfjörðum varar við hættulegum leik

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum hafði afskipti af unglingum sem léku sér á Pollinum í Skutulsfirði í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni.

Í tilkynningu sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að þar sem Pollurinn er ísilagður þessa dagana sé tilefni til að minna á þá hættu sem getur skapast við leik á hafís.

„Mikilvægt er að foreldrar vari börn og unglinga við því að vera að leik á ótraustum ísnum, það þarf vart að ræða hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér falli þau í gegnum þunnt íslagið.
Verði einhver þó fyrir því óhappi að falla í gegnum ís er gott að hafa í huga þessi ráð sem Miðstöð Slysavarna Barna bendir á,“ segir lögreglan en um er að ræða þessi ráð:

– Snúa þér að bakkanum og halla þér að ísnum.
– Teygja hendurnar uppá ísinn og sparka.
– Ekki standa upp þegar þú kemst uppá á ísinn. Liggðu á ísnum og rúllaðu þér frá gatinu.
– Aðstandendur ættu ekki að hlaupa út á ísinn því þá brotnar hann enn meir og þau detta líka í vatnið.
– Ef sá sem dettur kemst ekki upp úr vatninu án aðstoðar, skal kasta til hans reipi, stöng eða trjágrein og toga hann uppúr.

Ef viðkomandi dettur í vatnið eða sjóinn þegar kalt er í veðri kólnar hann hratt og þarf því tafarlaust að hafa samband við Neyðarlínu og óska eftir aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Í gær

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum

Vopnað rán í Hlíðunum og skartgripaþjófnaður í miðbænum
Fréttir
Í gær

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum

Ganga um merktir í miðbænum í einskonar „foreldrarölti“ – Skildir Íslands segja vegið að íslenskum gildum
Fréttir
Í gær

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hve nánir voru Trump og Epstein?

Hve nánir voru Trump og Epstein?