fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Tveir piltar á slysadeild eftir flugeldaslys í morgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. janúar 2019 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir piltar voru fluttir á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar eftir flugeldaslys í morgun.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um slysið rétt eftir klukkan 10, en slysið varð við skóla í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort piltarnir hafi slasast mikið.

Skömmu síðar var tilkynnt um tjón af völdum flugelda í skóla í miðborginni.

Þó nokkur erill hefur verið hjá lögreglu það sem af er degi. Um níu leytið var tilkynnt um eignaspjöll sem höfðu verið unnin á vinnuvél í Hafnarfirði.

Þá var tilkynnt um samkvæmishávaða frá íbúð í fjölbýlishúsið í Kópavogi, en húsráðandi lofaði að lækka eftir viðræður við lögreglu. Tilkynnt var um hávaðann klukkan sex í morgun. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið og innbrot og þjófnað úr nýbyggingararsvæði í Kópavogi.

Þá var tilkynnt um innbrot og eignaspjöll í Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Skemmdir voru unnar á rafmagnsbúnaði á byggingarsvæði í Mosfellsbæ, brotist var inn í vinnuskúra í Grafarvogi og skemmdir voru unnar á vörubifreiðum og vinnuvélum í Grafarholti og Úlfarsárdal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Í gær

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“
Fréttir
Í gær

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hulk Hogan látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst