fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Fréttir

Ömurleg aðkoma í Fellahverfi: „Ég var ótrúlega sár þegar ég sá þetta“

Auður Ösp
Mánudaginn 7. janúar 2019 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var ótrúlega sár þegar ég sá þetta,“ segir Anna Karen Sigurðardóttir, íbúi í Breiðholti, í samtali við DV. Meðfylgjandi myndskeið sem hún náði á símann sinn í morgun sýnir vægast sagt hörmulega umgengni við grenndargáma Rauða Krossins í Fellahverfi. Myndskeiðið má finna neðar í fréttinni.

https://www.facebook.com/karenina95/videos/pcb.10157034550374679/10215542388866241/?type=3&theater&ifg=1

Í samtali við blaðamann segist Anna Karen hafa farið fyrir jól og ætlað að setja fatapoka í gáminn en gámurinn reyndist þá vera troðfullur. „Það var einn svartur ruslapoki fyrir utan gáminn og gámurinn svo troðinn af fötum að hann lokaðist ekki.“

Telma Rut Gunnarsdóttir birti færslu á Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt þann 4. janúar síðastliðinn og vakti þar athygli á ástandinu við gámana. Birti hún um leið meðfylgjandi ljósmyndir sem sýna aðkomuna við gámana þann dag. Búið var að taka ruslapoka upp úr fatagámnum og tæta upp úr þeim og lágu föt á víð og dreif.

Í kjölfarið setti Anna Karen sig í samband við Telmu og ákváðu þær stöllur að taka málin í sínar eigin hendur. „Og hálftíma síðar vorum við mættar að taka til,“ segir Anna Karen og bætir við að þær hafi fyllt fjóra og hálfan poka af fötum sem voru þá orðin ónýt vegna bleytu.

„Fötin voru öll rennandi blaut og ógeðslega skítug og við ákváðum að henda þeim, því annars hefðu þau myglað. Síðan voru fjórir svartir ruslapokar og einn minni poki sem við tókum og fórum með á aðra stöð.“

Anna Karen fór aftur að gámasvæðinu í morgun og á meðfylgjandi myndskeiði má sjá það sem blasti við henni. Myndskeiðið birti hún síðan á samfélagsmiðlum í morgun.

https://www.facebook.com/karenina95/videos/pcb.10157034550374679/10215542388866241/?type=3&theater&ifg=1

„Ég veit að fólk hefur verið að sækja föt ofan í gáminn, farið inn í hann jafnvel og rótað. Neyðin er greinilega mikil og þörfin fyrir þessum flottu gámum, en gleymum ekki þessum sem að reiða sig á þessa söfnun til þess að klæða sig sjálft og börnin sín – þessum sem fara ekki og gramsa í gámunum. Þessum sem hefðu getað notað fínu fötin ef ekki væri búið að skemma þau.“

Anna Karen og Thelma Rut ætla að fara aftur að gámunum í dag og taka til.

„Ég veit að þetta er ekki mitt eða okkar starf – en þetta er umhverfið okkar og það er líka okkar að móta það og gera það að því sem við viljum,“ ritar Anna Karen í færslunni en þær stöllur óska eftir liðsauka til að klára verkið, og þá sérstaklega einhverjum sem er á bíl sem getur ferjað ruslið.

„Það erum við sem búum hérna sem búum til samfélagið og það er á okkar ábyrgð að gera það gott. Þessi föt verða ónýt ef þau eru ekki tekin strax og þurrkuð. Og ég efast um að Rauði Krossinn sé að fara að ná að halda utan um það líka,“ segir hún í samtali við DV.

„Samfélagið er samvinna og það sem við gerum saman, ekki bara það sem að einhverjir ríkisbubbar og starfsmenn Reykjavíkurborgar segja að það sé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið
Fréttir
Í gær

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“

Enn fleiri skilaboð Trump til Epstein líta dagsins ljós – „Þú ert bestur“
Fréttir
Í gær

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hulk Hogan látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks

Falsaðar auglýsingar fyrir þyngdarstjórnunarlyf hýstar á Íslandi – Nota andlit þekkts sjónvarpsfólks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur dala í könnun eftir málþófið – Samfylking langstærst