Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að Salaskóla í Kópavogi þar sem rúða hafði verið brotin og flugeld hent inn um hana. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu eftir eld og reyk. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Þar segir einnig frá því að slökkvilið var kallað að Engihjalla um hálfþrjúleytið í nótt vegna elds í ruslageymslu. Greiðlega gekk að slökkva þann eld. Alls voru fimm tilvik í gær og nótt um eld þar sem slökkvilið var sent á vettvang.