fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Er þetta seinheppnasti þjófur á Íslandi? Sjáðu myndbandið þegar Jón Viðar gómaði ræningjann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu braust þjófur inn í bíl hjá systur Jóns Viðars Arnþórssonar. Jón Viðar er einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis og rekur núna ISR Matrix, félag sem sérhæfir sig í sjálfsvarnarnámskeiðum. Óhætt er að segja að þjófurinn hafi verið nokkuð seinheppinn enda lenti hann í klónum á einum af okkar reyndustu bardagaköppum en Jón Viðar var lengi Gunnari Nelson innan handar.

Nokkrir ISR iðkendur stóðu manninn að verki og yfirbuguðu hann. Í færslu sem birt var um málið á Facebook-síðu ISR Matrix, segir:

Jón Viðar Arnþórsson, bróðir Immu, fjarlægði hann úr bílnum, tryggði hann með beislinu, tók hann niður og setti hann í örugga stöðu (innpökkun). Jón Viðar tryggðu einnig að mótaðilinn var ekki vopnaður, sem sagðist þó hugsanlega vera með sprautu á sér. Aðilinn gaf leyfi fyrir því sð leita á sér þegar við spurðum hvað hann hefði tekið. Fundust tvö kort á honum og hleðslubanki sem hann hafði tekið úr bílnum. Aðilinn var svo fjarlægður af lögreglunni og settur í klefa stuttu síðar.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27