Á þriðja tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um rán í hverfi 103 í Reykjavík. Þar höfðu tveir karlar og kona rænt mann sem þarf að nota hjólastól. Fólkið var í íbúð mannsins og ýtti honum úr hjólastólnum.
Því næst lét fólkið greipar sópa í íbúðinni og stal meðal annars farsíma og tölvu. Vitað er hverjir þremenningarnir eru en lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári þeirra.