Klukkan 01.41 hófst eftirför lögreglunnar í hverfi 107 þegar ökumaður bifreiðar sinnti ekki stöðvunarmerkjum og reyndi að stinga lögregluna af. Eftirförinni lauk skömmu síðar og voru tvær ungar konur, sem voru í bifreiðinni, handteknar. Þær eru grunaðar um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptar ökuréttindum. Þær voru vistaðar í fangageymslu.