fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Hópur manna réðst á einn í miðborginni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. desember 2018 09:34

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðnættið, báðar áttu sér stað í miðborginni. Rétt eftir klukkan 12 í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás og árásarmaðurinn handtekinn og sendur í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað nánar um meiðsl hans.

Stuttu síðar, eða rétt fyrir klukkan hálf eitt í nótt, var tilkynnt um líkamsárás við veitingahús í miðborginni. Þar hafði hópur manna ráðist á einn. Þegar lögregla kom á vettvang var hópurinn á bak og burt en sá sem fyrir árásinni varð var fluttur með sjúkabíl á slysadeild. Hlaut hann meðal annars áverka á höfði.

Lögreglan hafði nóg að gera í nótt og voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Þá hafði lögregla afskipti af manni í nótt sem var til vandræða í Hlíðunum. Ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvað maðurinn gerði en hann var vistaður í fangageymslu.

Þá er þess getið í dagbók lögreglu að tveir menn hafi verið handteknir í Breiðholti rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi vegna gruns um sölu og dreifingu áfengis og fíkniefna. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“
Fréttir
Í gær

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans

Útskýra hvers vegna Trump hatar vindmyllur eftir vanstilltan reiðilestur forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma

Fíll drap milljarðamæring í Suður Afríku – Önnur árásin á stuttum tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn

Ófrjóasta þjóð heimsins – Giftar konur hættar að eignast börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“