Um klukkan hálf átta í gærkvöldi var maður handtekinn í Kópavogi en hann er grunaður um innbrot og þjófnað. Hann er meðal annars grunaður um að hafa farið inn í ólæsta bifreið og stolið veski og síma úr henni. Þar gleymdi hann eigin farsíma. Meint fíkniefni fundust á manninum og var hann vistaður í fangageymslu.
Um klukkan hálf átta í gærkvöldi var ölvaður maður handtekinn í Hafnarfirði en hann er grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.
Á níunda tímanum valt bíll á Reykjanesbraut við Straumsvík. Ekki er vitað um alvarleika meiðsla ökumanns og farþega.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur.
Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.