Síðdegis í gær var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um innbrot í heimahús í Garðabæ. Þar hafði einhver eða einhverjir brotist inn og opnað jólagjafirnar og rótað í ýmsu fleiru. Ekki liggur ljóst fyrir hverju var stolið. Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í Miðborginni. Hópur manna hafði þar ráðist á starfsfólk og gesti. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á vettvang.
Á tíunda tímanum var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 108 en hann sinnti ekki fyrirmælum lögreglu. Hann var vistaður í fangageymslu.