Við pökkun á Chia fræjum hjá Nathan & Olsen í dag fannst vír í hráefninu sem verið var að pakka. Framleiðslan var stöðvuð þegar í stað.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá Nathan og Olsen að þar sem hráefni í eftirtöldum framleiðslulotum eru frá sama framleiðanda hafi fyrirtækið með hliðsjón af neytendavernd og til að gæta fyllstu varúðar ákveðið að innkalla þessar lotur:
Vörumerki: Krónan.
Vöruheiti: Chia fræ.
Best fyrir: 26.09.19.
Nettómagn: 500 g.
Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt.
Vörumerki: Bónus.
Vöruheiti: Chia fræ.
Best fyrir: 26.09.19, 08.10.19, 06.12.19.
Nettómagn: 400 g.
Framleiðandi: Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.Dreifing: Verslanir Bónus um land allt.
Viðskiptavinum sem hafa keypt Chia fræ merkt Krónan eða Bónus og eru merkt með framangreindum best fyrir dagsetningum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf.