fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar trassa að sækja vinningana: „Þetta eru um 30 milljónir króna í ár“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. desember 2018 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru um 30 milljónir króna í ár og enginn stórvinningur. Það eru langflestir komnir með þetta rafrænt og því auðveldara að finna vinningshafa en áður. Við hvetjum þá sem eru með handhafamiða til að skoða þá vandlega.“

Þetta segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Íslendingar eru duglegir við að taka þátt í lottói, happdrætti og getraunum og eru milljarðar króna greiddir út á hverju ári. Svo virðist þó vera sem sumir trassi það að sækja vinningsféð þó minna virðist vera um það en áður. Stefán segir til dæmis að ósóttir vinningar séu í sögulegu lágmarki þó þeir nemi um 30 milljónum króna í það heila.

Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Sigurð Ágúst Sigurðsson hjá Happdrætti DAS sem segir að ósóttir vinningar séu að jafnaði um eitt prósent af heildarupphæð vinninga. Félagið greiðir um 200 milljónir út á hverju ári og nemur heildarupphæðin því um tveimur milljónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Í gær

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“