fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Mikill málshraði í Klausturmálinu á meðan þolendur kynferðisofbeldis þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir niðurstöðu

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. desember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Bentína Hermansen, starfskona Stígamóta gagnrýnir harðlega að brotaþolar í kynferðisofbeldismálum þurfi að bíða jafnvel árum saman eftir niðurstöðu dómstóla á meðan það tekur einungis nokkra daga að boða til þinghalds vegna Klausturmálsins svokallaða.

Samkvæmt vinnureglu ríkissaksóknara skal ávallt hraða smálum þar sem sakarefni tekur til líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis. Nauðgunarmál, mál sem varða ofbeldi gagnvart börnum og ofbeldi í nánum samböndum sem og mál þar sem gerendur eru yngri en 18 ára eiga þar að vera í sérstökum forgangi.

Það getur tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum. Ástæðan er sögð vera mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar benti á að  dómstólar væru farnir að kilorðsbinda dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð.

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klaustursmálinu svokallaða var boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag þar sem fjórmenningarnir úr Miðflokknum sem voru á upptöku Báru, lögðu fram beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna í málinu. Framhald í málinu skýrist undir vikulok.

Marga mánaða bið eftir skýrslutöku

Anna Bentína Hermansen starfar sem ráðgjafi hjá Stígamótum. Hún ritar opna færslu á facebook síðu sína þar sem hún bendir á augljósan mun á málshraða þegar kemur að Klausturmálinu svokallaða og kynferðisbrotamálum almennt.

Anna Bentína Hermansen

„Ef brotaþoli kynferðisofbeldis leggur í það að kæra má hann búast við allt að 3ja ára bið eftir niðurstöðu frá dómstólum, ef svo vel fer að málið nái það langt því flestar kærur eru felldar niður. Gerandinn þarf í mesta lagi að mæta í skýrslutöku hjá lögreglu og oft líða margir mánuðir áður en sú skýrslutaka fer fram.“

Anna Bentína bendir jafnframt á að meðan brotaþolar í kynferðisbrotamálum þurfi að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu þá hafi einungis tekið nokkra daga að boða Báru til þinghalds í Klausturmálinu.

„Þegar fatlaður, samkynhneigður öryrki fer á bar og heyrir háværa þingmenn viðhafa haturs orðræðu gegn öllum þeim minnihlutahópum sem hún tilheyrir og tekur það upp á símann sinn, tekur nokkra daga fyrir lögfræðing þingmannanna að kveða hana fyrir dómstóla.
Svona er íslenskt samfélag með forgangsröðunina á hreinu fyrir sitt fólk sem endurspeglast oft skýrast í íslensku  réttarkerfi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“