fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Fyrstu tvö árin sem borgarstjóri voru „hrein skelfing“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. desember 2018 19:30

Jón Gnarr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var búin að sjá fyrir mér að ég myndu sitja inni á einhverri skrifstofu, og svo kæmi inn kona að vökva blómin, og með kaffi og svo myndi ég sitja í símanum eða skrifa tölvupósta,“ segir Jón Gnarr grínisti, leikari og rithöfundur. Þetta kom fram í viðtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál nú á dögunum en þar rifjaði Jón Gnarr meðal annars upp tímabilið þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur.

„Ég var búinn að sjá fyrir mér eitthvað svona „Yes, Prime Minister,“ segir Jón. Áður en hann tók við embætti borgarstjóra hafði hann aldrei á ævinni unnið á skrifstofu, og hafði í mesta lagi komist í návígi við skrifstofuleikmynd þegar hann lék í Fóstbræðaþáttunum.Honum brá þess vegna töluvert mikið þegar hann uppgvötvaði að skrifstofa borgarstjóri væri heil hæð í ráðhúsinu, þar sem 40 manns kæmu til starfa dagsdaglega.

„Ég sá það alveg á fólki og skynjaði að það var eftirvænting og tilhlökkun en líka einhver skelfing. Það var náttúrulega búinn að vera svo langvarandi pólitískur óstöðugleiki í Reykjavík, það var búið að ganga á svo miklu og fólk var þarna öllu vant og einhvern veginn hélt að nú tæki bara við einhver nýr sirkus.“

Hann segist lítið hafa pælt í praktískum hlutum.

„Fyrstu tvö árin voru hrein skelfing. Martröð. Þarna hvolfdist yfir mig. Ég er svolítið takmarkaður. Ég bý við takmarkanir þó að ég hafi náð að breiða yfir þær að miklu leyti og bera mig vel.

Ég er lesblindur, ég er talnablindur. Ég þurfti að setja mig inn í fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. Í kosningabaráttunni var ég aldrei að pæla í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég var að tala um að sprengja í loft upp brúnna yfir Skothúsveg af  því að hún væri svo ljót.“

Jón bendir á að laun borgarstjóra séu ekki eins góð og margir halda og þá sé starfið afskaplega krefjandi.

„Þetta eru í rauninni þrjár vinnur; þú ert embættismaður sem borgarstjóri, þú ert andlit Reykjavíkur og þú ert pólitískur leiðtogi meirihlutans í borgarstjórn. Þannig að þú ert pólitíkus, embættismaður og líka einhvers konar táknræn fígúra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“