fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Með kramið hjarta fyrir utan Krónuna – „Ég viðurkenni að ég fékk sting í hjartað“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 11. desember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að vonast eftir viðbrögðum en get alveg sagt að þau urðu meiri en ég átti von á,“ segir Erla Björg Kristjánsdóttir í samtali við DV. Erla Björg birti færslu á Facebook nú á dögunum þar sem hún sagði frá kynnum sínum af Violetu Tudor, konu af erlendum uppruna sem fluttist til Íslands í von um betra líf.  Birti hún jafnframt meðfylgjandi ljósmynd.

Violeta Tudor fluttist til Íslands frá Rúmeníu fyrir fjórum mánuðum, ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum sem eru 14 og 16 ára. Óvæntur atvinnumissir setti strik í reikninginn og nær fjölskyldan ekki endum saman. Violeta hefur því þurft að grípa til þess örþrifaráðs að betla smáaura úti á götu.

„Þau komu í gegnum vinnumiðlun til Íslands en þeim var sagt upp störfum fyrir rúmum mánuði síðan eða svo,“ segir Erla Björg. Neyð fjölskyldunnar er að hennar sögn mikil. „Það er um að gera að vekja athygli á stöðu þessa hóps.“

Kramið hjarta

„Ég fór áðan í Krónuna sem er ekki frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að þar blasti við mér sjaldséð sjón.“ Þannig hefst pistillinn sem Erlu Björg birti á Facebook þann 27.nóvember síðastliðinn.

„Fyrir utan stóð erlend kona, blásandi í barnaharmonikku, með jólaskraut á höfðinu, ískalt, með spjald sér við hlið sem á stóð: “Ég þarf peninga til að kaupa barnamatur.” Ég viðurkenni að ég fékk sting í hjartað.

Á meðan ég verslaði þá ákvað ég að í stað þess að loka augunum og drífa mig heim þá myndi ég gefa mig á tal við konuna. Sem einstæð móðir fann ég fyrir löngun til að hjálpa henni.

Í ljós kom að hún hefur búið á Íslandi í fjóra mánuði, vann fyrstu þrjá en missti vinnuna fyrir mánuði síðan. Hún er afar fátæk, í rándýru húsnæði og nær ekki að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Hún er í samskiptum við Félagsþjónustuna en við vitum að sú aðstoð, eins mikilvæg og hún er, dugar ekki alltaf til. Staða útlendinga er líka oft á tíðum afar bág.“

Ég fékk bankanúmer og kennitölu hjá henni og biðla því til ykkar sem eigið pening aflögu og hafið áhuga, að styðja við hana,“

ritar Erla jafnframt um leið og hún hvatti fólk til þess að henda í „jólakraftaverk“ fyrir fjölskylduna.

Í samtali við DV segist Erla hafa verið í reglulegum samskiptum við Violetu og fjölskyldu hennar eftir að færslan birtist. Þá hafi Violeta jafnvel fengið boð í atvinnuviðtal.

„Þakklætið sem þau hafa tjáð er afar mikið og þau eru djúpt snortin yfir því hversu margir vilja styðja við þau. Flest okkar finnum fyrir miklum vanmætti þegar við stöndum frammi fyrir neyð annarra en höfum ekki alltaf styrkinn eða getuna til þess að aðhafast. Þannig að þetta var tækifæri fyrir fólk til að standa saman, og sýna það í verki.“

Þeir sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar:

Nafn: Violeta Tudor
kt. 190580 2109
Rkn. 0370 26 190580

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Í gær

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans