fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Bára boðuð fyrir dóm vegna leyniupptökunnar – „Mér finnst þetta ekki sýna þá í góðu ljósi!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 17:44

Bára Halldórsdóttir. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppljóstrarinn frá Klaustur Bar, Bára Halldórsdóttir, hefur verið boðuð fyrir dóm. Málið kemur í kjölfar þess að fjórir af sexmenningunum frá Klaustri sendu beiðni til Persónuverndar um rannsókn málsins. Bára hefur nú fengið boðun vegna málsins og verður það tekið fyrir á mánudag í Héraðdómi Reykjavíkur, dómshúsinu við Lækjartorg. Þinghald hefst kl. 15:15 í dómsal 101.

Ekki er um kæru að ræða heldur beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Þess má geta að nafn Báru misritaðist í boðuninni og er hún ávörpuð Bára Guðmundsdóttir í bréfinu.

DV hafði samband við Báru vegna málsins og sagði hún: „Ég bara veit ekki hvað ég á að segja. Ég mæti bara og stend fyrir mínu máli.“

Bára segir enn fremur: „Mér finnst þetta ekki sýna þá í góðu ljósi, fjórmenningana.“ Undir beiðni til Persónuverndar um rannsókn málsins skrifuðu þingmenn Miðflokksins sem voru í samsætinu á Klaustri en ekki þingmenn Flokks fólksins. Undir beiðnina rituðu því Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, sem voru þingmenn Flokks fólksins, þegar málið kom upp, en eru núna óháðir þingmenn, hafa ekki óskað eftir rannsókn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar

Verðkönnun ASÍ á algengum jólavörum: Afar mikill munur á ýmsum verðum milli verslanna og hvaða pakkningar eru valdar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”