fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Sindri Þór játar á sig innbrot

Auður Ösp
Mánudaginn 3. desember 2018 10:08

Sindri Þór strauk af landi brott úr opnu úrræði en flótti hans vakti heimsathygli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson játar að hafa brotist inn í tvö gagnaver á Suðurnesjum og í Borgarbyggð. Hann neitar hins vegar að hafa tekið þátt í skipulagningu á innbrotunum. Aðalmeðferð málsins hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Málið var þingfest þann 11.september síðastliðinn en þá neitaði Sindri Þór alfarið sök. Fréttablaðið greinir frá.

Sex eru ákærðir í tengslum við málið, auk Sindra Þórs.Umrætt mál varðar þjófnað á 600 tölvum úr þremur gagnaverum. Tölvunum, sem notaðar voru til að grafa eftir Bitcoin, var stolið undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs.

Sindri Þór og Matthías Jón Karlsson eru ákærðir fyrir öll brotin sem ákært er fyrir. Hinir fimm eru  ákærðir fyrir hluta af brotunum.

Sindri Þór komst í heimsfréttirnar þegar hann strauk af fangelsinu að Sogni miðvikudaginn 19. apríl síðastliðinn og komst um borð í flugvél á leið til Svíþjóðar. En í sömu vél var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flóttinn stóð hins vegar stutt yfir hjá Sindra, sem á að baki langan neyslu- og brotaferil, því hann var handtekinn í Amsterdam sunnudaginn 22. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli