Margrét Þórhildur, drotting Danmerkur, er komin til Íslands, í tilefni af fullveldisafmæli þjóðarinnar, en í dag fagna Íslendingar 100 ára afmæli fullveldis. Þann 1. desember árið 1918 hlaut Ísland sjálfstjórn í innanlandsmálum frá Danmörku. Margrét hitti forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í Hörpu í morgun. Ljósmyndari DV tók þessar myndir af því tilefni.
Drottningin mun taka þátt í fullveldishátíðardagskránni fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu í dag, verða viðstödd opnun myndlistarsýningar og sitja kvöldverð á Bessastöðum í kvöld sem haldinn er til heiðurs henni.