fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Uppsagnir hjá WOW air

Auður Ösp
Föstudaginn 30. nóvember 2018 11:54

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air sagði upp fimmtán starfsmönnum nú í morgun. Fréttablaðið greinir frá. 

Fram kemur að þeir sem fengu uppsagnarbréf starfi  flestir á Keflavíkurflugvelli.

Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air staðfestir í samtali við Fréttablaðið að uppsagnir hafi átt sér stað og að um sé að ræða eðlilegt framhald í kjölfar fækkunar á flugvélaflota WOW air og árstíðabundnar sveiflur.

Líkt og DV greindi frá í morgun hefur rekstrarvandi WOW air  haft mikil áhrif víða í samfélaginu. Í gær var 237 starfsmönum Airport Associates ehf sagt upp störfum en fyrirtækið sér um að þjónusta vélar WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Um varúðarráðstöfun er að ræða sagði Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Fréttablaðið. WOW air stendur undir um helmingi af starfsemi Airport Associates.

Eins og fram kom í tilkynningu frá WOW air í gærkvöldi hafa félagið og fjárfestingarfélagið Indigo Partners náð samkomulagi um fjárfestingu hins síðar nefnda í WOW air.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“