fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Ólafur keypti vinnu iðnaðarmanns í 5 tíma: „Ekkert eftir til að kaupa mat þennan mánuðinn!“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Langvarandi fátækt skerðir líkamlega og andlega heilsu. Er ekki  betra að eldra fólk geti valið þá þjónustu sjálft sem það þarfnast, og greitt  fyrir hana, en að halda því í fátækt?,“spyr Ólafur Kristófersson eftirlaunaþegi.

Í pistli sem birtist á vef Fréttatímans bendir Ólafur á bág kjör eldri borgara hér á landi.Sjálfur fær Ólafur greiðslur úr lífeyrissjóði  og að auki lágmarksgreiðslu frá Tryggingarstofnun en sú greiðsla skerðist vegna þeirra tekna sem hann fær frá lífeyrissjóðnum. Samanlagðar tekjur hans eru 300 þúsund krónur á mánuði.

„Fyrir nokkrum dögum réðist ég í fyrirbyggjandi viðhald á fasteign minni. Framkvæmdin var ekki stór í sniðum né tímafrek, ég keypti efni og vinnu iðnaðarmanns í fimm tíma.  Kostnaður við verkið með virðisaukaskatti var nokkru hærri en samanlagðar netto mánaðartekjur mínar frá lífeyrissjóði og Tryggingarstofnun, eftir skatt. Ekkert eftir til að kaupa mat þennan mánuðinn!

Hann bendir einnig á að ef hann á fé á bankareikning þá skerða vaxtatekjurnar greiðslur fráTryggingarstofnun. Ef hann á maka sem á fé á bankareikning, þá eru vaxtatekjur okkar lagðar saman og deilt með tveimur, og báðir aðilar skerðast jafnt hjá Tryggingastofnun.

Hann bendir jafnframt á þá staðreynd að á meðan meðallaun launafólks eru um kr. 700.000 á mánuði, fyrir skatt þá býr margt eldra fólk býr við þröngan kost, einkum fólk sem ekki hefur áunnið sér mikil réttindi í lífeyrissjóði.

„Var einhver að tala um fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga?“

Pistil Ólafs má finna í heild sinni á vef Fréttatímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“
Fréttir
Í gær

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Í gær

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun