fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

WOW air býður indverskum hjónum í draumabrúðkaupsferð

Auður Ösp
Mánudaginn 26. nóvember 2018 16:20

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air flugfélagið  hyggst bjóða indversku pari í brúðkaupsferð til Íslands þar sem allt er innifalið. Hin nýbökuðu hjón fá meðal annars frítt í Bláa Lónið og munu gista á lúxushóteli.

Eins og kunnugt er mun WOW air hefja áætlunarflug til Delí á Indlandi þann 6.desember næstkomandi en þar er brúðkaupstímabilið nú í hámarki. Verðandi brúðhjón geta skráð sig til leiks á heimasíðu WOW air og sömuleiðis geta vinir og vandamenn sent inn tilnefningu. Keppnin hófst 20.nóvember síðastliðinn og mun standa yfir til 14.desember næstkomandi. Greint er frá þessu á erlendum miðlum á borð við Latestly.

Vinningsparið mun hljóta flug til og frá Íslandi, fimm nátta dvöl í lúxusvítu á Fosshótel, þyrluflug með Reykjavik Helicopters og  hvalaskoðunarferð auk þess sem þeim býðst að heimsækja Bláa Lónið.

Þar að auki mun parið fá 1000 bandaríkjadali í farareyri, sem jafngildir rúmlega 123 þúsund íslenskum krónum.

Í tilkynningu segir Skúli Mogensen forstjóri WOW air að Indverjar hafi tekið afar vel í komu WOW air á þarlendan markað. „Nú þegar það fer að styttast í okkar fyrsta áætlunarflug þá er fullvíst að keppnin á eftir að ýta undir stöðu okkar á indverska markaðnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim