Í dag er svokallaður Svartur föstudagur og af því tilefni hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent frá sér áminningu til þeirra sem hugsa sér gott til glóðarinnar.
Á Svörtum föstudegi bjóða margar verslanir upp á ýmis sértilboð og verulega afslætti á vörum sínum. Er þetta einn stærsti dagur ársins þegar kemur að kaupum á hinu og þessu, enda aðeins mánuður til jóla.
„Svo það má væntanlega búast við mikilli verslun vegna þessa í dag. Lögreglan á höfuborgarsvæðinu vill að því tilefni brýna fyrir fólki að skilja engin sjáanleg verðmæti eftir í ökutækjum sínum. Það gæti klárlega freistað þjófa. Það er ekki flóknara.“