fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Björn Leví hætti í handboltanum: „Einelti er ekki bara vandamál í skólum“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. nóvember 2018 11:06

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einelti er ekki bara vandamál í skólum. Sögurnar úr heimi íþrótta eru ef eitthvað er verri,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

Björn Leví hefur vakið mikla athygli undanfarna daga fyrir að ræða á opinskáan hátt um einelti. Björn hélt ræðu á Alþingi í vikunni þar sem hann vakti athygli á frásögn Hákonar Helga en sonur hans var laminn í skólanum fyrir skemmstu fyrir það eitt að vera rauðhærður. Sonur Hákonar er þrettán ára og spörkuðu tveir skólabræður hans í hann á meðan aðrir nemendur fylgdust aðgerðarlausir með eða hvöttu drengina áfram.

Björn Leví tjáði sig svo á opinskáan hátt í viðtali við Vísi um einelti sem hann varð fyrir á sínum grunnskólaárum. „Þetta voru uppnefningar, slagsmál, útilokun. Mest uppnefningar og svo fyrirlitningin sem fylgir þeim. Það var talað við mann eins og maður sé einskis virði,“ sagði Björn meðal annars.
Björn fékk mikil viðbrögð í kjölfarið, honum var hrósað og margir stigu fram sem höfðu svipaða sögu að segja.

Í færslu sem Björn skrifar í morgun á Facebook segir hann að einelti sé ekki bara bundið við skólana – þvert á móti. Sögurnar úr íþróttaheiminum séu jafnvel verri.

„Þaðan koma lýsingar um „menningu“ ýmissa liða, til dæmis hvernig þau taka á móti nýliðum, sem er ekkert annað en ofbeldi. Ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti í handboltanum var að þar fann ég aftur fyrir eineltismenningunni sem ég hafði losnað við þegar ég byrjaði í framhaldsskóla.“

Björn nefnir svo dæmi um þetta:

„Það var svo merkilegt að í miðjum keppnisleik fundu samherjar tækifæri til þess að gera eitthvað til þess að sýna vald sitt, þó það væri augljóslega gegn hagsmunum liðsins. Sending í hina áttina, sending sem var ekki sending heldur grýting,“ segir Björn sem endar færsluna á þessum orðum:

„Það rifjast margt upp vegna fjölda ábendinga sem ég er að fá þessa dagana. Sögur af fótbrotum vegna tæklinga, uppnefnum í leik og á æfingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi