Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Erni Tryggva Johnsen, rekstrarstjóra hjá ÞG Verki, að öll þjónusta fylgi með stæðunum en ekki sé gert ráð fyrir rafbílum.
Einnig verða dagpassar í boði en þeir munu væntanlega kosta 18-20 þúsund á mánuði. Kvöld- og næturstæði munu kosta 12-15 þúsund.
Í Hafnartorgi verða um 70 íbúðir og sjö þúsund fermetrar eru ætlaðir undir skrifstofur.