fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Dagbjört barðist við anorexíu í fjögur ár: „Ég hugsaði að eins lengi og ég væri undir 50 kílóum þá væri ég í góðum málum“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég áttaði mig aldrei á því hversu alvarlegur þessi sjúkdómur var fyrr en ég fór að fræðast meira um hann og þegar ég fór að kasta upp eftir hverja einustu máltíð,“ segir Dagbjört Hilmarsdóttir en hún háði baráttu við átröskun í fjögur ár. Kveikjan að sjúkdómnum var einelti sem Dagbjört varð fyrir í nýjum skóla.

Barátta Dagbjartar við átröskun hófst þegar hún var 13 ára gömul en fjölskyldan hafði þá nýverið flutt á milli bæjarfélaga, frá Vogum á Vatnleysuströnd til Hveragerðis. Dagbjörtu gekk illa að aðlagast nýju umhverfi. Hún lýsir baráttu sinni við sjúkdóminn í færslu á bloggsíðunni Hermanas.

„Mér leið engan veginn vel í Hveragerði, fyrir mig var það algjört helvíti að búa þarna frá 13 ára til 17 ára. Ég var lögð í einelti frá fyrsta degi bæði frá aðstoðar-skólastjóra/kennurum og krökkunum. Eitt af því sem var sagt við mig var að ég væri feit. Þetta var sagt við mig nánast alla daga og ég var farin að trúa því sjálf að ég væri feit þegar ég var það í raun og veru ekki.“

Dagbjört byrjaði að borða minna og sleppa úr máltíðum.

„Ég var mjög löt að borða og borðaði einu  sinni á dag og ég byrjaði að kasta upp eftir hverja einustu máltíð. Það þurfti alls ekki að vera mikið: ein skyr dolla var meira en nóg. Ég kastaði öllu upp sem ég setti ofan í mig og það strax.“

Ástandið fór að hennar sögn hríðversnandi.

„Frá 16 til 20 ára var ég um það bil 40 til 45 kíló. Stelpurnar í skólanum byrjaðu að hafa áhyggjur af mér þó svo að ég sagði auðvitað alltaf að ég væri góð og það amaði ekkert að mér. Ég var bara í afneitun og var ekki að hugsa rökrétt á þessum tíma.

Ég kúgaðist stundum  við það að hugsa um mat . Samt elska ég mat, elska að elda og ég elska að borða og hef alltaf gert það. Ég var bara mjög veik í hausnum á þessum tíma og ég viðurkenni það alveg.“

Líkamsímynd Dagbjartar var mjög brengluð.

„Bara tilhugsunin að vera of feit, þyngjast og passa ekki inn í samfélagið og verða fyrir einelti af því að ég var „feit” fékk mig til að finnast ég þurfa að æla eftir hverja einustu máltíð til þess að koma í veg fyrir að ég myndi fitna, eins sorglegt og það er. En því miður er það blákaldur sannleikur. Ég hugsaði að eins lengi og ég væri undir 50 kílóum þá væri ég í góðum málum.“

Það var síðan fyrir tilstilli fólksins í kringum hana að Dagbjört samþykkti loksins að hitta sálfræðing á vegum Tækniskólans, þar sem Dagbjört stundaði nám.

„Hún kenndi mér að borða rétt, borða oftar á dag, fimm til sex sinnum á dag og á þriggja tíma fresti. Ég man að ég hugsaði: „Fimm til sex sinnum á dag…Það er  alltof mikið!“  Hún lét mig hafa matarplan líka þar sem ég þurfti að taka allt matarræðið mitt í gegn á sínum tíma,“ segir Dagbjört og bætir við að það hafi kostað mikil átök.

„En eftir að ég byrjaði að borða eftir matarplaninu sem ég fékk frá sálfræðingnum í skólanum þá fitnaði ég um 7 til 8 kíló og fór úr 45 kg uppí 53 kg.“

Dagbjört var ófrísk að syni sínum þegar hún var 21 árs gömul og bætti að eigin sögn töluvert á sig á meðgöngunni enda „lærði“ hún að borða mat á borð við brauð, pasta og mjólkurvörur. Hún er á batavegi í dag og sátt við sjálfa sig. Hún viðurkennir að stundum fari það fyrir brjóstið á henni þegar fólkið í kringum hana kemur með athugasemdir varðandi breytt holdafar hennar.

„Það sem mér finnst sorglegast er það þegar gamla fólkið í kringum mig og fólkið sem þekkti mig áður fyrr: segir við mig: Mikið hefuru fitnað elsku barn!“ eða „Mikið ertu orðin feit“ eða „Þú varst svo grönn og flott áður enn þú varst ólétt/mamma,“

ritar Dagbjört og bætir við að hún sé í dag þakklát fyrir að hafa unnið bug á veikindum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“