fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrverandi borgarfulltrúi VG: „Ég er alkóhólisti. Sonur minn er alkóhólisti.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alkóhólisti. Sonur minn er alkóhólisti. Börnin hans, barnabörnin mín tvö, eru ekki alkóhólistar enda tæplega tveggja ára og rúmlega sex. Sem hefðbundinn afi sé ég ekki sólina fyrir þessum börnum og vona svo innilega að þau sleppi við ættarsjúkdóminn.“ Þetta skrifar Þorleifur Gunnlaugsson, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi VG og var áberandi í borgarpólitíkinni fyrir fáum árum.

Þorleifur stígur fram í tilefni af Ákalli SÁÁ, átaki til varnar sjúkrahúsinu Vogi, í pistli á Kvennablaðinu. Undirskriftasöfnun er í gangi á netinu þar sem stjórnvöld eru hvött til að auka árleg framlög til Vogs um 200 milljónir til að útrýma biðlista eftir áfengis- og vímuefnameðferð. „Það kostar ekki meira að leysa bráðasta vandann,“ segir á vefsíðu átaksins.

Þorleifur á tvö barnabörn sem eru ung að árum og hann þráir heitast að þau sleppi við ættarsjúkdóminn – alkóhólisma. En rannsóknir bendi til arfgengis hans og hættan er mikil. Þorleifur bendir á að alkókólismi sé ekki sjálfskaparvíti, heimska eða synd. Þetta sé krónískur sjúkdómur, sambland erfða- og umhverfisþátta, „sem sest að í heilanum eftir að viðkomandi hefur innbyrt X mikið af áfengi eða öðrum vímuefnum í X langan tíma. Þá hefur heilinn breyst þannig að ekki verður aftur snúið.“

Þorleifur skrifar enn fremur:

„Þessi sjúkdómur er ekki læknanlegur frekar en aðrir krónískir sjúkdómar en hann er meðhöndlanlegur. Það bjargaði mínu lífi og gerbreytti lífi sonar míns sem fékk að alast upp á edrú heimili frá því hann var 9 ára gamall. Samt varð hann alkóhólisti. Eflaust hefur þetta uppeldi þó haft þau áhrif að hann náði að þroskast og mennta sig áður en neyslan varð alvarlegt vandamál, sem aftur gerði honum auðveldara að hætta neyslunni áður en fyrsta barnabarnið mitt fæddist.“

Þorleifur skrifar enn fremur:

„Við sonur minn erum alkóhólistar og ég get ekki annað sagt en að eftir að við urðum edrú hafi okkur tekist að höndla áskoranir lífsins nokkuð vel og þau sem skipta mig mestu máli nú, barnabörnin mín, fengið að alast upp á farsælan máta.“

Þorleifur segist bera þá ábyrgð, meðal annars vegna velferðar barnabarna sinna, að stuðla að velferð SÁÁ og Vogs. Pistil hans í heild má lesa á vef Kvennablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára