fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Hræðilegur dauðdagi á eyðibýli í Mjóafirði: „Það veit svo sem enginn hvað nákvæmlega gerðist þarna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 10:25

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það veit svo sem enginn hvað nákvæmlega gerðist þarna,“ sagði Sigríður Lárusdóttir dýralæknir í samtali við Morgunblaðið í dag.

Blaðið greinir frá því að þrettán kindur, níu ær og fjögur lömb, hefðu fundist dauð í gömlu fjárhúsi á eyðibýlinu Eyri í Mjóafirði í Súðavíkurhreppi fyrir skemmstu. Talið er að kindurnar hafi rambað inn í fjárhúsið fyrir tilviljun í sumar. Eitthvað varð til þess að inngangurinn í húsið hrundi og urðu kindurnar innlyksa í húsinu. „Þau hafa drepist úr þorsta,“ segir Sigríður Gísladóttir, dýralæknir á Ísafirði.

Hún var kölluð á vettvang og segir hún að koman hafi verið sérlega ljót. Ljóst sé að kindurnar hafi hlotið ömurlegan og hræðilegan dauðdaga.

Jörðin sem um ræðir er í ríkiseigu og hefur ekki verið búið á henni í fleiri ár. Málið var tekið upp á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í vikunni og vill Elsa Borgarsdóttir, sem tók málið upp á fundinum, að kannað verði hvort eigendur eða leigjendur eyðibýla beri ábyrgð á húsakosti á jörðunum. Ef ekki þá þurfi að setja reglur þar að lútandi til að atvik eins og þetta endurtaki sig ekki.

Í bókun Elsu kemur fram að féð hafi líklega drepist 10. til 20. júlí efti tekið er mið af rotnun í augum og stærð lambshræa. „Samkvæmt Sigríði dýralækni var aðkoman vægast sagt sláandi og málið eitt það versta sem hún hafi komið að á sínum starfsferli,“ segir í bókuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”