fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu hvað verðtryggða lánið hækkaði mikið í október – „Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé boðlegt?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. október 2018 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,57 prósent í október frá septembermánuði en án húsnæðis hækkaði hún um 0,59 prósent. Hagstofan tilkynnti þetta á mánudag.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8 prósent en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,7 prósent.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn 1. varaforseti ASÍ, bendir á hvað þetta þýðir fyrir dæmigert 35 milljóna króna verðtryggt húsnæðislán.

„Ef við skoðum hvað 35 milljóna verðtryggt húsnæðislán hækkaði um á milli mánaða þá nemur sú hækkun rétt tæpum 200.000 krónum!,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni á mánudag.

„Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé boðlegt? Eitt af brýnustu verkefnum að mínu álit í komandi kjarasamningum er að afnema verðtryggingu og lækka vexti enda galið að heimilin séu að greiða yfir 3% hærri raunvexti en í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við.“

Vilhjálmur segist hafa bent á það regulega að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila nemi 1.500 milljörðum króna. Það að neysluvísitalan hafi hækkað um 0,57 prósent milli mánaða þýði að verðtryggðar skuldir hækkuðu um 8,6 milljarða.

„Takið eftir á 30 dögum hækkuðu verðtryggðarskuldir heimilanna um 8,6 milljarða!,“ segir Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”