fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Þórhildur sakar Björn Braga líka um kynferðislega áreitni – „Ég hef verið áreitt kynferðislega af honum og fleirum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. október 2018 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur stúlka hefur stigið fram og sakað Björn Braga Arnarsson um kynferðislega áreitni. Fréttablaðið greinir frá þessu. Í Twitter-færslu Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem fædd er árið 1996, segir hún að Björn Bragi hafi áreitt sig kynferðislega. Ástæða þess að Þórhildur ákvað að segja Fréttablaðinu sögu sína eru fregnir af kynferðislegri áreitni Björns Braga á Akureyri og myndband af athæfi hans sem fór í umferð á samfélagsmiðlum í gærkvöld. Einnig hefur verið fjallað um málið á Visir.is. Í samtali við Fréttablaðið segir Þórhildur:

„Ég hef verið áreitt kynferðislega af honum og fleirum. Hann er alls ekki sá eini. Ég hef aldrei sagt frá þessari kynferðislegu áreitni hans vegna þess að ég hélt að það myndi enginn trúa mér. Af því að ég á engar myndir. Ég á engin myndbönd. Samfélagið virðist einhvern veginn trúa þessu núna en mér finnst það svolítið bara vera út af þessu myndbandi.“

Fréttir af málum Björns Braga í gærkvöld og dag hafa breytt þessu. Þá segir Þórhildur jafnframt:

„Af hverju trúum við ekki öðrum einstaklingum sem eru ekki með nein myndbönd? Við þurfum bara að gera okkur grein fyrir því að þessi hegðun er aldrei í lagi sama hvort þú ert frægur eða ekki.“

Á Twitter kveðst Þórhildur vonast til að Björn Bragi læri af reynslunni.

Eins og áður hefur komið fram hefur Björn Bragi birt afsökunarbeiðni vegna málsins sem var afhjúpað í gærkvöld og sagt sig frá starfi sínu sem spyrill í sjónvarpsþættinum Gettu betur á RÚV. Enn fremur hafa nokkur önnur fyrirhuguð verkefni með honum verið felld niður vegna málsins.

Hér má lesa viðtal Fréttablaðsins í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu