fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Segir krónuna búna að vera: „Hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. október 2018 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart.“

Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar ræðir Ágúst Ólafur um stöðu krónunnar sem hefur fallið talsvert að undanförnu. Ágúst Ólafur vísar í orð Samtaka iðnaðarins að það sé eins og að búa í „harmonikku á sveitaballi“ að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Þá bendir Ágúst á að ekkert OECD-ríki hafi upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðils síns eins og Ísland hefur gert undanfarin fimmtán ár.

„Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu,“ segir Ágúst Ólafur.

„Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum,“ segir Ágúst í grein sinni.

Hann segir að nú blasi við gengisfelling krónunnar. Þegar gengið falli gerist það alltaf á kostnað almennings.

„Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Íslandi hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu