fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Nakinn maður í Kópavogi – Maður fastur í gryfju í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. október 2018 06:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr miðnætti í nótt var tilkynnt um mann sem væri að reyna að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn á þá en hann hafði þá afklætt sig og var nakinn. Líklegast var það ekki vegna hita og veðurblíðu sem hann fækkaði fötum. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um eignaspjöll, hótanir, ofbeldi gegn opinberum starfsmanni og ýmislegt fleira.

Skömmu áður en nakti maðurinn í Kópavogi lét til sín taka var beðið um aðstoð lögreglunnar að húsum í miðborginni en þar var maður að berja þau að utan. Hann datt síðan ofan í gryfju og komst ekki upp úr henni. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var handtekinn þegar honum hafði verið bjargað upp úr gryfjunni. Hann var vistaður í fangageymslu.

Síðdegis í gær var maður handtekinn í hverfi 105 en hann var í annarlegu ástandi og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í bifreið, sem var lagt í stæði í Heiðmörk, en úr henni var stolið vetrardekkjum, fartölvu og fleiru.

Einn ökumaður var handtekinn í Árbæjarhverfi í gærkvöldi en sá er grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekið án þess að hafa til þess tilskilin réttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi