Ökumaður bifreiðar sem lenti í árekstri á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgum hefur verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember. Um var að ræða banaslys en hinn látni var farþegi í bifreiðinni, pólskur ríkisborgari á fertugsaldri.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið búsettur hér á landi um tíma og starfað sem iðnaðarmaður.
Tilkynnt var um slysið klukkan 05:44 í gærmorgun en áreksturinn varð á milli jepplings og fólksbíls. Slysið var á móts við Vallahverfið í Hafnarfirði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.