fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Svona er Ísland í dag: Rekinn fyrir að vera svartur – Hóteleigandi hvetur starfsmenn til vændis

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 27. október 2018 21:28

Atvinnurekendur eru svartsýnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinn fundur um brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði var haldin í dag á vegum Eflingar. María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá Alþýðusambandi Íslands hélt tölu á fundinum, þar sem kom meðal annars fram að starfsfólk væri hlunnfarið á margskonar hátt í ýmsum geirum, helst í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð.

„Eigandinn kærir sig ekki um að vera með svart fólk í vinnu“

María tók ýmis dæmi, til dæmis að starfsmaður sem taldi sig vera að skrifa undir ráðningasamning var í raun að skrá sig sem stjórnarformann, en því hlutverki fylgir mikil ábyrgð. Þá hafði hún einnig dæmi um starfsmann sem var rukkaður af atvinnurekanda um hálfa milljón fyrir dvalar- og atvinnuleyfi og um mannafla á hestaleigum sem þarf að sofa í hesthúsum.

„Við höfum fréttir af sjálfboðaliðum og aðstaðan þeirra er að þau gista í hesthúsunum og það eru fleiri en eitt dæmi um þetta,“ sagði María Lóa í viðtali í kvöldfréttum RÚV. Þá nefndi hún annað alvarlegt dæmi um mann sem var ráðinn á hótel en rekinn nokkrum dögum síðar vegna litarhafts.

María Lóa Friðjónsdóttir.

„Við fengum ábendingu um þetta núna í síðustu viku. Þar er ráðinn starfsmaður inn á veitingahús. Hann er að standa sig vel. Hann er reyndar ekki búinn að vera nema þrjá daga þegar að eigandinn kemur og viðkomandi starfsmaður er rekinn á staðnum. Ástæðan er að hann er svartur og eigandinn kærir sig ekki um að vera með svart fólk í vinnu,“ sagði María Lóa og bætti við:

„Þetta er staðfest dæmi. Það er til upptaka af þessu.“

Í skoðun að birta svartan lista

María Lóa sagði einnig í viðtali RÚV að hún hefði óstaðfest dæmi um að hóteleigandi hefði hvatt starfsfólk sitt til vændis.

„Þetta er frekar svakalegt en við höfum frásögn af því að hóteleigandi hafi ekki gefið grænt ljós, en sagst horfa í hina áttina. Að fólki væri alveg heimilt að selja sjálft sig til að auka tekjurnar. Þetta þarf að skoða betur.“

Þá bætti hún við að það væri í skoðun að birta svartan lista yfir þá aðila sem fremja ítrekað slík brot þegar að öll gögn liggja fyrir hendi.

„Mér finnst engin ástæða til að hlífa þeim sem að stunda slíka glæpastarfsemi á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn