fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Veður versnar hratt á síðdegis

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. október 2018 08:44

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður hvasst á austurhelmingi landsins seinni partinn í dag og þeim sem hyggja á útivist er bent á að fylgjast vel með veðri. Veður versnar hratt á austanverðu landinu síðdegis og vestantil annað kvöld.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að vaxandi suðaustanátt með hvassviðri og rigningu muni gert vart við sig á morgun. Snjókoma eða slydda verði til fjalla vestast á landinu annað kvöld sem færist síðan austur yfir landið aðfaranótt sunnudags.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði og Suðausturland; vindhviður gætu náð 35 metrum á sekúndum á Suðurfjörðum, einkum í Berufirði og Hamarsfirði. Þetta gæti verið varasamt fyrir ökumenn með aftanívagna eða ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Sama er uppi á teningnum á Suðausturlandi, frá Öræfum austur í Lónssveit þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Sunnan 13-20 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á láglendi. Snýst í hægari suðvestanátt með skúrum eða éljum þegar líður á daginn og kólnar, fyrst V-lands.

Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg átt og stöku él, en heldur hvassara og dálítil rigning austast. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Austlæg átt 8-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, einkum suðaustanlands. Hiti 0 til 4 stig að deginum.

Á miðvikudag:
Austlæg eða norðaustlæg átt og skúrir eða él í flestum landshlutum. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með vætu og heldur hlýnandi veðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“