fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ennþá berast kvartanir vegna írskra farandverkamanna

Auður Ösp
Föstudaginn 26. október 2018 16:42

Reykjavik cityscape in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru enn að berast kvartanir vegna írskra farandverkamanna, sem eru að bjóða íbúum í umdæminu þrifþjónustu, meðal annars háþrýstiþvott á hús og bílaplön.

Þeir sem kvarta segja farir sínar ekki sléttar og saka mennina um óheiðarleika, en meðal annars hefur risið upp ágreiningur um verð fyrir þjónustuna og er farandverkamönnunum borið á brýn að hafa hækkað verðið eftir að verki var lokið og að hafa gengið hart fram þegar rukkað var fyrir verkið.

Þess má geta eldri borgarar eru í meirihluta þeirra sem hafa leitað til lögreglu, en þeir segja að veruleg óþægindi hafi fylgt samskiptum við mennina. Svo sem algengt er um sambærileg verk þá er sjaldnast um það að ræða að skriflegir samningar hafi verið gerðir um verkkaup áður en verk var innt af hendi, þótt slíkt kunni að vera æskilegt til að draga úr líkum á ágreiningi síðar.

Í öllu falli á verkkaupi rétt á að fá kvittun í hendur þegar greiðsla hefur farið fram, en þeir sem kvartað hafa til lögreglu lýsa því að erfiðlega hafi gengið að fá greiðslukvittun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum