Lögreglan var kölluð að Tónlistarskóla Hafnafjarðar síðdegis í dag vegna karlmanns í annarlegu ástandi. Fram kemur á vef Fréttablaðsins að maðurinn hafi látið öllum illum látum og skapað töluvert uppnám á meðal nemenda skólans.
Maðurinn neitaði að yfirgefa bygginguna og var honum að lokum vísað út af þremur karlmönnum, en einn af þeim var Stefán Ómar Jakobsson, aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans.
Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn en hann er sagður hafa sýnt töluverðan mótþróa við handtöku.