Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar stórfelldan þjófnað á gaskútum úr bifreiðum á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þjófarnir létu til skarar skríða í skjóli nætur.
Víkurfréttir greina frá þessu.
Þar kemur fram að stolið hafi verið kútum úr 14 bílum hjá bílaleigunni Geysi og þá var stolið úr bílum hjá Touring Cars. Tveir gaskútar voru í hverjum bíl en um er að ræða húsbíla sem verið var að undirbúa undir vetrargeymslu.
Að því er fram kemur í frétt Víkurfrétta voru gaskútarnir smellugaskútar frá Olís og voru þeir flestir fullir af gasi.