fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi lagt fram í dag – Á að tryggja áframhaldandi laxeldi á Vestfjörðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 05:27

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag leggur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, fram frumvarp á Alþingi til breytingar á lögum um fiskeldi. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að laxeldisfyrirtækin Fjarðalax og Arctic Fish geti haldið starfsemi sinni áfram þrátt fyrir að starfsleyfi þeirra hafi verið afturkölluð. Í frumvarpinu kemur fram að sjávarútvegsráðherra geti, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, veitt fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðastarfsleyfi til allt að tíu mánaða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frumvarpinu sé ætlað að laga til framtíðar, með almennum hætti, annmarka sem er á lögum um fiskeldi. Sá annmarki er að í núverandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar að stöðva starfsemi fiskeldisstöðvar ef rekstrarleyfi hennar er fellt úr gildi. Því hafi stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta og geti ekki gætt meðalhófs, segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðherra.

Með frumvarpinu er fyrirtækjunum tveimur veittur frestur til að fara yfir umhverfismat fyrirtækjanna til að tryggja að umsóknir þeirra um aukið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum verði samkvæmt lögum og reglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“