fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Barði á hús í Úlfarsdal því hann hafði ekki í nein hús að venda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 07:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust eftir klukkan fjögur í nótt var lögreglunni tilkynnt um mann sem var að valda ónæði í Úlfarsdal í Mosfellsbæ. Var hann að berja á hús í hverfinu þar sem hann kvaðst hvergi geta höfði sínu hallað. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir frá mörgum tilvikum í nótt þar sem ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Um tvöleytið í nótt var tilkynnt um mann að fara inn í bíl í miðbænum. Maður sem passaði við lýsinguna var handtekinn skömmu síðar. Eigandi bílsins staðfesti eftir skoðun að ekkert hefði verið tekið úr bílnum eða skemmt. Umræddur maður var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Voru teknar niður upplýsingar um hann og einnig tekið eitthvað af fíkniefnum sem fannst á honum. Maðurinn var síðan látinn laus.

Laust eftir klukkan tvö datt konu á höfuðið í Austurbænum og hlaut minniháttar meiðsl. Var hún flut á slysadeild til skoðunar. Á þriðja tímanum var síðan tilkynnt um ofurölvi stúlku fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Var henni ekið heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni