fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Andri miður sín: „Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í viðskiptum í 25 ár“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. október 2018 09:57

Andri Már var aðaleigandi Primera Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er nú sú erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í viðskiptum í 25 ár, og mjög sár,“ segir Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, sem hætti rekstri í vikunni og óskaði eftir greiðslustöðvun. Þetta segir Andri í samtali við Morgunblaðið í dag.

Primera Air hafði starfað í fjórtán ár og segir Andri að niðurstaðan sé mikil vonbrigði, ekki síst fyrir starfsfólk félagsins. Hann segir að á mánudag hafi orðið ljóst í hvað stefndi. Hann rekur ástæðurnar fyrir því að svona fór og segir að horfur á flugmarkaði hafi farið versnandi undanfarna mánuði, olíuverð hafi hækkað mikið en á sama tíma hafi verðlækkun á markaði orðið hraðari en menn gerðu ráð fyrir.

Þá segir Andri að félagið hafi þurft á brúarfjármögnun að halda í vetur og langtímafjármögnun. Félagið hafi reynt að styrkja stöðu sína með skuldabréfaútboði upp á 40 milljónir evra og þá hafi staðið yfir viðræður við kjölfestufjárfesti. Þetta dugði þó ekki til og segir Andri að ef félagið hefði haldið áfram rekstri myndi það hafa enn alvarlegri afleiðingar en að hætta rekstri.

„Ef við hefðum átt að halda sjó í gegnum þetta næstu tvö árin hefði þurft gríðarlega djúpa vasa. Ég taldi það ekki forsvaranlegt.“

Þá segir hann að gjaldþrotið hafi ekki neikvæð áhrif á Primera Travel Group. Tekist hefði að finna flug fyrir alla sem keypt höfðu ferðir hjá Primera Travel Group og sömu sögu sé að segja af Heimsferðum á Íslandi sem fékk Travel Service til að fljúga fyrir sig í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“