365 miðlar hafa selt allan hlut sinn í Sýn fyrir tæpa tvo milljarða króna og að sama skapi keypt um þriggja prósenta hlut í Högum fyrir 1,8 milljarða króna. Frá þessu var greint á vef Fréttablaðsins í morgun sem vísaði í heimildir sínar.
Heimildir blaðsins herma að gengið hafi verið frá viðskiptunum í morgun. 365 miðlar voru einn stærsti hluthafi Sýnar með 11 prósenta hlut. Þá segir að félög tengd Ingibjörgu Pálmadóttur, aðaleiganda 365 miðla, hafi fyrir átt yfir tveggja prósenta hlut í Högum.