fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Mikill viðbúnaður vegna elds um borð í togskipi

Auður Ösp
Þriðjudaginn 2. október 2018 17:32

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togskipinu Frosta ÞH229 klukkan 15:18 um að eldur væri laus í vélarrúmi skipsins. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu þá þegar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem og varðskipið Tý, sem var statt í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson, var einnig beðið um að halda rakleiðis á vettvang auk skipa í grenndinni. Togskipið var þá statt um 45 sjómílur vest-norðvestur af Straumnesi. Tólf eru í áhöfn Frosta og kom fram að allir væru heilir á húfi en hugsanlegt að einn skipverji væri með reykeitrun.

Stundarfjórðungi eftir að neyðarkallið barst frá Frosta barst stjórnstöðinni tilkynning um að búið væri að einangra eldinn í vélarrúminu en reykur væri um allt skip, nema í brú þess. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt beint á staðinn og er áætlað að hún verði komin að Frosta um klukkan 17:25.

Hin þyrlan, TF-SYN, flaug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er gert ráð fyrir að hún verði komin að Frosta klukkan 18:00. Þá er áætlað að varðskipið Týr verði komið að skipinu laust fyrir klukkan 19:00.

Klukkan 15:47 var togarinn Sirrý ÍS36 kominn að Frosta og er gert ráð fyrir að hann taki Frosta í tog. Allar líkur eru á að TF-GNA flytji einn skipverja frá borði og fari með hann á Ísafjörð til aðhlynningar. Gott veður er á svæðinu og munu skipin halda áleiðis í land en aðrar bjargir halda sínu striki. Slökkviliðsmennirnir sem koma með TF-SYN munu kanna hvort eldurinn lifi enn í vélarrýminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“