fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Lognið á undan storminum í dag

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. október 2018 11:11

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er tíðindalítill dagur í vændum í veðrinu og í raun er þetta lognið á undan storminum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt með vætu fyrir norðan, en að mestu verður þurrt sunnan heiða. Þá léttir víða til í kvöld með frekar hægum vindi sem eru kjöraðstæður fyrir kalda nótt, að sögn veðurfræðings, sem bætir við að útlit sé fyrir næturfrost í nótt, einkum inn til landsins.

„Á morgun dregur til tíðinda þegar lægð kemur að landinu úr suðri með austan og norðaustan hvassviðri eða storm og úrkomu allvíða. Einna hvassast verður með S-ströndinni þar sem útlit er fyrir að meðalvindur geti farið upp í 25 m/s í Vestmannaeyjum, undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Hviður við fjöll geta hæglega farið í 35 m/s á svæðinu og vert að gæta að lausamunum og bílum sem taka á sig vind. Bent er á gular viðvaranir sem eru í gildi. Aðfaranótt fimmtudags snýst vindurinn til norðlægrar áttar með kólnandi veðri og útlit er fyrir að veðrið verði einna verst NV-til.“

Ef marka má spákort Veðurstofunnar verður nokkuð kalt á landinu um helgina; hiti verður nokkuð fyrir neðan frostmark fyrir norðan og austan á laugardag en sunnanlands verður nokkurra gráðu hiti að líkindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“