Upp úr klukkan níu í morgun var tilkynnt mann í Hafnarfirði sem var að reyna að brjóta inn í bíla. Lögregla kom á vettvang og náði manninum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig frá því að um níuleytið hafi par brotist inn í íbúð í Grafarholti. Parið var handtekið stuttu síðar og gistir fangaklefa.
Um hálftíuleytið í morgun var brotist inn í bíl í miðbænum og töluverðum verðmætum stolið. Málið virðist óupplýst.