Sprenging varð í bílskúr við Þinghólsbraut í Kópavogi fyrir skömmu. Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað á vettvangi. Möguleiki er að gassprenging hafi orðið í skúrnum en það liggur þó ekki fyrir. Eldurinn varð í kjallara bílskúrsins og náði hann ekki upp í efri hlutann.