fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

„Ari hótaði að búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 10. september 2018 15:20

Marvin Haukdal er ákærður fyrir rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn á Norðurlandi, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson, hafa verið ákærðir af Héraðssaksóknara fyrir rán sem er sagt hafa átt sér stað í fyrra á Akureyri. Ari er auk þess ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Samkvæmt ákæru veittust þeir tveir á mann við Nætursöluna við Strandgötu með ofbeldi og hótunum um ofbeldi. Marvin er sagður hafa veitt manninum olnbogaskot vinstra megin í andlitið. Ari er sakaður um að hafa slegið manninn með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og höfuð og hafa sparkað tvívegis í fótleggi hans.

Ari og Marvin eru sakaðir um að hafa hótað manninum hrottalega. Í ákæru segir: „[…] meðal annars hótuðu ákærðu að drepa X og grafa í holu úti í sveit og ákærði Ari hótaði að búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans.“ Þeir eru svo sakaðir um að hafa rænt manninn úlpu sinni, síma og 4000 krónum. Héraðssaksóknari fer fram á að þeir verði dæmdir til refsingar og fer meintur þolandi fram á 800 þúsund krónur í bætur.

Sjá einnig: Hnífstungur og frelsissvipting á Akureyri

DV hefur ítrekað fjallað um Marvin Haukdal, síðast í febrúar. Hann var fórnarlamb hnífstunguárásar í Kjarnaskógi í fyrra en í febrúar sat hann í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu í þeim sama mánuði. Það er annað mál en hann er nú ákærður fyrir. Í því máli var fórnarlambið meðal annars lamið með hamri í andlitið auk þess sem viðkomandi var með slæma áverka á fingrum eftir ótilgreint áhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur

Meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu, beitingu 71. gr. og telur stjórnarflokkana hafa staðið sig betur
Fréttir
Í gær

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður

Litlu munaði að hnífaárás í Reykjanesbæ endaði með manndrápi – Maður í stjórnlausri neyslu réðist á fjölskylduföður
Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“