Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt til lögeglu um líkamsárás á veitingahúsi við Lækjarkgötu. Árásarþoli var með áverka á höfði og var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar. Meintur árásarmaður var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að á fjórða tímanum í nótt var maður handtekinn á veitingahúsi við Laugaveg, grunaður um líkamsárás. Ekki er vitað um meiðsl árásarþola.
Stuttu síðar var tilkynnt um líkamsárás við Lindargötu. Árásaþoli mögulega kjálkabrotinn en árásamaður farinn af vettvangi er lögregla kom. Málið er í rannsókn.
Skömmu eftir þetta, eða kl. 03:35, var tilkynnt um konu sem sparkaði í andlit manns á veitingahúsi við Laugaveg. Konan sagði manninn hafa bitið sig í andlitið og var með mikla áverka á vör. Ekki kemur fram hvernig lögregla afgreiddi málið.
Ógnaði fólki með bitvotni
Ungur maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn í Grafarvogi klukkan hálftólf í gærkvöld þar sem hann var að ógna fólki með bitvopni. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.