fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Toyota á Íslandi kallar inn 329 bifreiðar – Hætta á að eldur komi upp

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 5. september 2018 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að innkalla yfir milljón bifreiðar vegna mögulegrar eldhættu sem getur skapast í vél bifreiðanna. Yfir helmingurinn af bifreiðunum eru staðsettar í Japan, en einnig er um að ræða bifreiðar í Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og fleiri löndum. Bifreiðarnar sem munu vera innkallaðar voru framleiddar frá júlí 2015 til maí 2018.

Japanska samgöngumálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um málið og kemur þar fram að eitt atvik hafi átt sér stað í Japan þar sem mikill reykur hafi komið úr vél bifreiðar. Samkvæmt yfirvöldum í Japan virðist gallinn vera sá að hlífar sem eiga að verja rafmagnsvíra eiga það til að gefa sig og getur það þá í framhaldi valdið skammhlaupi og mögulega eldur kviknað í bifreiðinni.

DV hafði samband við Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi vegna málsins. Páll segir að Toyota á Íslandi muni þurfa innkalla 329 bifreiðar. Eru þetta 38 Toyota Prius bifreiðar, 15 Toyota Prius plug-in bifreiðar og 276 Toyota C-HR bifreiðar. Eru eigendur beðnir um að hafa samband við Toyota á Íslandi til þess að fara yfir bifreiðina og gera við gallann. Varahlutirnir sem eiga að vera notaðir eru ekki en þá komnir til landsins, en að sögn Páls er stutt sé í þá. Hann bætir því einnig við að viðgerðin á ekki að taka langan tíma. Toyota á Íslandi mun svo hafa samband við alla eigendur þessara bifreiða hér á landi. Að sögn Páls mun Neytendastofu vera tilkynnt um málið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum