fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Tvær konur dæmdar fyrir þjófnað: Stálu lyfjum að verðmæti 350 þúsund krónur

Auður Ösp
Þriðjudaginn 4. september 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær konur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að þjófnað úr Austurbæjarapóteki í október árið 2016. Önnur konan var að þar að auki dæmd fyrir annað þjófnaðarbrot og umferðarlagabrot. Úrskurður féll í Héraðsómi Reykjaness síðastliðinn föstudag.

Fram kemur í ákæru að konurnar tvær hafi aðfaranótt sunnudagsins 16. október 2016, í félagi við tvo ónafngreinda aðila, brotist inn í Austurbæjarapótek að Ögurhvarfi 3 í Kópavogi og stolið þaðan lyfjum að áætluðu verðmæti kr. 350.000 og sjóðsskúffu sem innihélt reiðufé að óþekktri upphæð.

Önnur konan var þar að auki ákærð fyrir að fyrir hafa föstudaginn 11. nóvember 2016 stolið tveimur hangilærum úr verslun Krónunnar við Skógarlind í Kópavogi, að verðmæti 18.500 krónur. Þá var hún ákærð fyrir umferðarlagabrot með því að hafa að morgni sunnudagsins 30. júlí 2017 ekið bifreið undir áhrifum ávana og fíkniefna.

Báðar konurnar játuðu sök fyrir dómi en hjá báðum þeirra þótti sakaferill ekki gefa tilefni til að þyngja refsinguna.

Var önnur þeirra dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hin var dæmd í 30 skilorðsbundið fangelsi auk þess sen hún er svipt ökurétti í 12 mánuði frá birtingu dómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska